Gamli góði Þórir

Það fer ekki mikið fyrir því þegar Þórir Georg gefur út nýjar plötur eða lög. Hógværðin er svo mikil að mér líður eiginlega eins og ég sé að gera honum grikk með því að dreifa slíkum fréttum. En ég vil predika boðskapinn og neita að liggja á lo-fi demöntum Þóris eins og ormur á gulli.

Svo virðist sem að heiti nýjustu plötu My Summer As A Salvation Soldier, “Death“, hafi verið réttnefni. Nú hefur Þórir nefnilega sagt skilið við hið óþjála listamannsnafn og hafið að syngja á íslensku.

Kannski er ég samt að draga of miklar ályktanir út frá laginu Gatan Mín, sem hægt er að heyra á Facebook síðu Þóris. En hvað sem öllum nafna-og tungumálabreytingum líður er lagið gott, ekki mikil breyting tónlistarlega frá eldra efni hans; einmanalegur kassagítarsöngur um grámyglu hversdagsins. Bara gamli góði Þórir.

Facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.