• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Squarepusher

Það er varla annað hægt en að fylgja eftir færslu um meistara Aphex Twin með myndbút af öðrum og jafnvel merkari snilling, sjálfum Squarepusher (eða Tom Jenkinson eins og mamma hans kallar hann). Ef einhver á eitthvað í Richard D. James á tónlistarsviðinu þá hlýtur Tom Jenkinson að komast næst því að skáka honum þar. Jenkinson er jú ekki bara fær í hljóðsmölun, taktsmíð og takkasnúningum heldur líka sprenglærður músikant eins og sést á meðfylgjandi myndbandi þar sem hann fer fimum höndum um bassagígjuna.

Svona gera bara atvinnumenn!

Egill er ritstjóri Rjómans.

Leave a Reply