• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Árstíðir heimsækja nágrannalöndin

Folk/poppsveitin Árstíðir heldur í tónleikaferðalag til Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur nú í lok maí. Hróður sveitarinnar hefur aukist nokkuð jafnt og þétt á Íslandi frá því hún var stofnuð árið 2008, og hefur fjöldi meðlima tvöfaldast á starfstímanum.

Hljómsveitin leikur angurværa og þjóðlagaskotna tónlist, en þó er drifkrafturinn skammt undan þegar við á og gætir þá áhrifa víða að. Hljóðfæraskipan bandins er einnig með óhefðbundnu sniði, en hún stendur af þremur kassagíturum, píanói, sellói og fiðlu – auk þess sem allir meðlimir bandsins syngja.

Fyrsta plata sveitarinnar kom út í júní á síðasta ári og hafa tvö lög af plötunni setið í efsta sæti vinsældarlista Rásar 2. Platan kom út á vegum útgáfufyrirtækisins Adore Music í Svíþjóð þann 12. maí s.l. og er nú einnig komin út á miðlum eins og Spotify og iTunes.

Ferðin mun standa yfir í tæpar tvær vikur og verða haldnir tónleikar víða um Svíþjóð, með viðkomu í Osló og Kaupmannahöfn. Dagskrá tónleikaferðalagsins verður í grófum dráttum þessi:

Fimmtudagur 27. maí: Pusterviksteatern í Gautaborg
Föstudagur 28. maí: Komið fram í útvarpsþættinum Coctail á P4 í Boras
Laugardagur 29. maí: Stockholm weekend market
Mánudagur 31. maí: Komið fram í sjónvarpsþættinum „Nyhedsmorgen“ á TV4
Þriðjudagur 1. júní: Mono í Osló
Föstudagur 4. júní: Babel í Malmö
Laugardagurinn 5. júní: Blasen í Kaupmannahöfn

Nánari upplýsingar og hljóðdæmi má heyra á heimasíðu og Myspacesíðu hljómsveitarinnar.  Einnig ætlar hljómsveitin að vera dugleg að uppfæra nýtt blogg á ferðalaginu, en það má nálgast hér.

Leave a Reply