Moondog

Einn af áhugaverðustu tónlistarmönnum síðustu aldar var án efa hinn bandaríski Louis Thomas Hardin (1916-1999) sem alla jafna gekk undir listamannanafninu Moondog. Í tilefni fæðingardags hans fann ég mig knúinn að rifja stuttlega upp snilligáfu þessa sérstæða furðufugls – en hann hefði orðið 94 ára í dag.

Moondog missti sjónina 16 ára gamall og var að mestu sjálflærður í tónlist. Hann varð þekktur fyrir að standa nær ætíð á sama horninu í New York, klæddur heimasaumuðum víkingabúningi, og flytja þar tónlist sína og skáldskap. Tónlistin hans var ansi sérstæð en hann blandaði saman áhrifum úr frumbyggjatónlist, jazzi og klassískri tónlist og voru óvenjulegir hrynjandar hans aðalsmerki.

Moondog – Death, When You Come To Me (af Moondog, 1956)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog – All Is Loneliness (af More Moondog, 1956)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog út fjölda smáskífna, ep-planta og breiðskífna á árabilinu 1949-1957, sem innihalda frábærar taktpælingar sem og undursamlegar lagasmíðar. Eftir mikla útgáfutörn dró Moondog sig í hlé frá hljómplötuútgáfu og stóð næstu tólf árin á 6. breiðgötu í Manhattan áður en forsvarsmenn Columbia útgáfunnar drógu hann inn í stúdíó árið 1969 til að taka upp. Hann var að sjálfsögðu orðin mikil költ-fígúra á þessum tíma og hafði m.a. Janis Joplin tekið lagið hans “All Is Loneliness” upp en með útgáfu Moondog (1969) og Moondog 2 (1971) glæddist áhugi á tónlist hans töluvert. Á þeirri fyrrnefndu er líklega frægasta lag hans “Lament I, ‘Bird’s Lament'” en það átti óvænta endurkomu á dansgólfum fyrir nokkrum árum og heyrist nú á hverjum virkum degi í Ríkisútvarpinu sem upphafsstef útvarpsþáttarins Víðsjár.

Moondog – Lament I, ‘Bird’s Lament’ (af Moondog, 1969)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog – Down Is Up (af Moondog 2, 1971)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog gat nú loksins uppfyllt draum sinn um að flytja til Evrópu og frá árinu 1974 og til dauðadags bjó hann í Þýskalandi. Hann byrjaði fljótlega að semja og taka upp tónlist á ný og þar gerði hann 10 plötur til viðbótar. Þessar skífur eru æði fjölbreyttar, t.d. gerði hann plötur með kammersveit, orgelspili, big-bandi, saxófónsveit eða bara sjálfum sér að syngja og spila á píanó.

Moondog – Do Your Thing (af H’arts Songs, 1978)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Moondog  & The London Saxophonic – Paris (af Sax Pax for a Sax, 1995)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Það er því af nógu af taka af tónlist eftir Moondog og flest er framúrskarandi. Ef einhverjir vilja kynna sér tónlist hans betur má mæla með safnplötunum The Viking Of 6th Avenue, sem er frábært yfirlit tónlist hans, og The German Years 1977-1999 þar sem fókusinn er á seinni hluta ferilsins.

Því miður eru til ansi fá myndskeið með Moondog, en þetta stutta klipp hér er úr kvikmyndinni The Moving Finger (1963):

One response to “Moondog”

  1. Þakka þér innilega fyrir þennan frábæra og fróðlega pistil Pétur minn.

    Svona nokkuð sér maður eða heyrir hvergi nema á Rjómanum gott fólk!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.