• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Tónleikaserían gogoyoko Live í kvöld

  • Birt: 27/05/2010
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Scott McLemore og Hammond Tríó Þóris Baldurssonarí kvöld á Kaffi Rósenberg, Klapparstíg 27

Tónleikaserían gogoyoko Live heldur áfram eftir frábært opnunarkvöld Sumardaginn fyrsta (22. apríl) þar sem fram komu Myrra Rós, Johnny Stronghands og sigurvegarar Músíktilrauna Of monsters and men. Á næsta tónleikakvöldi, sem er í kvöld, er það jazzinn sem ræður ríkjum á Klapparstígnum þar sem fram koma; Scott McLemore og Hammond Tríó Þóris Baldurssonar.

Scott McLemore er bandarískur trommari búsettur í Reykjavík sem gefið hefur út breiðskífuna Found Music hjá Fresh Sound Talent Records þar sem m.a. koma fram tónlistarmennirnir Tony Malaby, Ben Monder og Ben Street. Hammond Tríó Þóris Baldurssonar er skipað; Þóri Bladurssyni (hammond), Jóel Pálssyni (sxafón) og Einari Scheving (trommur).

Tónleikarnir verða teknir upp og aðgengilegir til hlustunar og kaups á gogoyoko.com degi eftir að tónleikarnir fara fram.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21.00, en miðasala hefst klukkustund áður. Miðaverð er 1.000 krónur og eru miðar seldir við inngang.

Scott McLemore – Icelandic Poptune

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply