• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

MGMT – Congratulations

Einkunn: 4,0
Útgáfuár: 2010
Útgáfa: Columbia

Það eru víst ekki allir sammála um ágæti þessarar nýju plötu MGMT. Sumir hreinlega hata hana á meðan aðrair telja hana eina af plötum ársins. Það var svo sem vitað að MGMT myndi eiga erfitt með að fylgja eftir ótrúlegri velgengni Oracular Spectacular en fáir áttu von á þessu. Ég held að flestir hafi átt von á áframhaldi á hressilegum og grípandi dægurlögum í ætt við “Time To Pretend” eða “Kids” en í staðin velja þeir Ben Goldwasser og Andrew VanWyngarden, forsprakkar sveitarinnar, að fara lengra með psych-pop pælingar sínar eins og t.d. mátti heyra í lögum eins og “Weekend Warriors”.

Útkoman er eiginlega þvert á við það sem búast mátti við og verður það eiginlega að teljast MGMT til tekna að hafa valið að fara þessa leið í stað þess að elta uppi vinsældirnar og svíkja þannig kannski tónlistarlegar hugsjónir sínar. Vissulega krefst það meira af hlustandanum að þurfa setja sig inn í nýjan hljóðheim og stefnu en því þarf það að vera svo slæmt? Breytingar eru af hinu góða eins og oft hreinlega nauðsynlegar eins og nýafstaðnar kosningar hér á landi sanna.

Hin nýja stefna (eða hljóðheimur) MGMT á þessari plötu má helst lýsa sem samruna sækadeliku, mod-rokks, freak-folk, 80’s nýbylgju og pönks. Vissulega má finna sértækari tilvitnanir og áhrifavalda í einstaka lögum en á heildina litið tel ég að lýsingin hér að ofan eigi nokkuð vel við (enda nokkuð yfirgripsmikil).

Og eins og lýsingin gefur til kynna er hér ekki á ferð eitthvað sem manni berst til eyrna á hverjum degi. Congratulations er hálfgerð rússibanareið þar sem óvæntar beygjur, hringsnúningar, dýfur, hólar og hæðir kasta hlustandanum til og frá. Kristallast þetta einna helst í hinu marglaga og hálf stefnulausa lagi “Flash Delerium”. Ótrúlegur fjöldi hljóðfæra kemur við sögu á plötunni og eru þau óspart notuð til að magna áhrifin af því óvænta ferðalagi sem þessi plata er. Ólíklegustu hljóðfærum bregður fyrir þar sem maður á síst von á og breyta þau oft algerlega stemmingunni í viðkomandi lögum. Á einhvern ótrúlegan hátt ná þeir Ben og Andrew að hafa heimil á þessu öllu saman og greiða oft meistarlega úr óreiðunni líkt og sjálfur Skaparinn eftir stóra hvell.

Hápunktar plötunnar eru margir en opnunarlagið “It’s Working”, hinn sérlega grípandi óður til forsprakka Television Personalities Dan Treacy og létt pönkaður lofsöngur um Brian Eno standa þó uppúr að mínu mati. Mínusinn er bara einn en hann er nógu stór til að skemma nánast algerlega þá annars frábæru upplifun sem þessi plata er. Er ég þá að tala um lokalagið, titillag plötunnar, sem er fyrir það fyrsta skelfilega líkt 60’s slagaranum “The Weight” með The Band en er líka algerlega úr takt við hin lögin á plötunni og, í sannleika sagt, hundleiðinlegt.

Congratulations verður þó að teljast koma til greina sem ein af plötum ársins og ef þú ert einn eða ein af þeim sem búin eru að afskrifa plötuna sem leiðindar bull og steypu þá hvet ég þig til að gefa henni annan séns. Hér er nefnilega á ferð mikil og merkileg tónlistarleg yfirlýsing sem ögrar ríkjandi hefðum í tónlistarbransanum á besta mögulega hátt. Húrra fyrir MGMT!

MGMT – Song For Dan Treacy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

MGMT – Flash Delirium

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans.

1 Athugasemd

  1. Atli · 05/11/2010

    klárlega ein sú áhugaverðasta plata síðustu ára

Leave a Reply