• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ekki tónlist frá Stereolab

Þær gleðifréttir hafa nú borist að ný plata sé væntanleg frá hljómsveitinni Stereolab og mun gripurinn, sem kemur út í nóvember, heita Not Music. Stereolab tilkynnti fyrir rúmu ári síðan að sveitin væri lögð í ótímabundinn dvala en þetta eru þó ekki merki um að honum sé lokið því sveitin tók upp efnið á væntanlegri plötu á sama tíma og Chemical Chords sem kom út fyrir tveimur árum. Samkvæmt viðtölum við sveitarmeðlimi frá þeim tíma skiptu þau upptökunum í tvennt eftir stemningu og eru þessi lög myrkari en á systurplötunni (ef mætti kalla tónlist Stereolab myrka). Í september er svo væntanleg sólóplata frá söngkonunni Laetitia Sadier en hún hefur nú leyst upp sveitina Monade sem hún starfrækti meðfram Stereolab og mun hér í frá starfa undir eigin nafni.

Frekari frétta af væntanlegum útgáfum er svo að vænta á næstu vikum en þangað til skulum við rifja upp nokkra “smelli” frá því að sveitin var upp á sitt besta (og ég var enn ungur).

Stereolab – Ping Pong

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Stereolab – Lo Boob Oscillator

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply