Gamla bókasafnið fagnar hækkandi sól á Björtum dögum

Dagskráin er alls ekki af verri endanum í ár og myndu sumir jafnvel ganga svo langt að segja að hún sé stórglæsileg! Leikar hefjast fimmtudaginn 3. júní með trúbadorakeppninni sívinsælu, en hún heppnaðist með eindæmum vel í fyrra og ekki er búist við minna af keppendum í ár. Munu Kjartan Arnald og Jói Hellisbúi halda uppi fjöri og spila nokkur lög meðan dómnefnd ákveður sig! Ætlast er til að keppendur flytji þrjú frumsamin lög eða tvö frumsamin og eina ábreiðu.

Skráning fer fram á gamlabokasafnid@gmail.com eða í síma 565-5100

Föstudaginn 4. júní verður svo geggjuð grillveisla. Gamla bókó býður gestum uppá grillaðar pylsur og fáránlega mikið fjör! Þá verður líka formlega opnun á listasýningu þar sem ungu listamennirnir Ingimundur Vigfús Eiríksson, Iona Sjöfn Huntingdon-Williams og Sara Jóhannesdóttir sýna ljósmyndir og verk.

Rúsínan í pylsuendanum eru svo síðustu tónleikar fyrir sumarlokun Gamla bókasafnsins en þeir verða með glæsilegasta móti. Nokkrar eldheitar hljómsveitir stíga á svið og halda uppi rugl góðri stemmingu allt kvöldið!

Hljómsveitirnar sem fram koma eru…

Ourlives
Cliff Clavin
We Made God
Nevolution
Endless Dark
Vulgate
Örför

Húsið opnar kl: 19:00 og FRÍTT er á alla viðburði!

Skráning á Facbook fer fram hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.