Hér er myndskeið úr Airwaves heimildamyndinni væntanlegu Where’s The #@&%! Snow? þar sem Agent Fresco flytja lag sitt “Eyes Of A Cloud Catcher” órafmagnað í Norrænahúsinu. Flutningurinn er mjög áhrifamikill og hjartnæmur og sýnir vel hversu magnaðir liðsmenn sveitarinnar eru á sviði. Stemmingin í myndatökunni og klippingunni gerir líka sitt til að auka á áhrifin.
Það er orðið nokkuð ljóst að hér er á ferð mynd sem maður má ekki láta fram hjá sér fara.