• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Nóra – Plötuútgáfa og Partý!

  • Birt: 09/06/2010
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Reykvíska hljómsveitin Nóra er um þessar mundir að gefa út sína fyrstu hljómplötu en hún nefnist Er einhver að hlusta? og er væntanleg í verslanir föstudaginn 11. júní. Aðdáendur hafa beðið plötunnar með eftirvæntingu en lag af plötunni, „Sjónskekkja“, sat á vinsældalista Rásar 2 í fimm vikur fyrir áramót.

Að þessu tilefni býður Nóra til útgáfuhófs á Íslenska Barnum við Austurvöll föstudaginn 11.júní klukkan 17:00. Mun hljómsveitin spila lög af plötunni auk þess sem sérstök Nórutilboð verða á barnum. Þætti sveitinni vænt um ef lesendur Rjómans sæu sér fært að koma og fagna með þeim.

Platan var tekin upp í Tankinum á Flateyri síðasta sumar og upptökum stjórnaði Önundur Hafsteinn Pálsson en um hljóðblöndun og hljómjöfnun sá Axel “Flex” Árnason. Nóra gefur plötuna út sjálf en um dreifingu sér Record Records. Er einhver að hlusta? inniheldur 10 frumsamin lög sem öll eru sungin á íslensku.

Hægt er að hlusta á þrjú lög af plötunni á Facebook síðu sveitarinnar : www.facebook.com/noramusic

Nóra – Bólaheiðfall

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply