• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Tónleikahald næstu daga

  • Birt: 09/06/2010
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 1

Sem fyrr er skemmtana- og tónleikaþol borgarbúans nánast óþrjótandi og blása menn til dansiballa sem enginn sé morgundagurinn. Rjómanum er ljúft og skyllt að greina frá því markverðasta sem um er að ske og hljómar yfirferð okkar eitthvað á þess leið:

Annað kvöld
verða haldnir á Sódóma Reykjavík TOTO tribute tónleikar þar sem tónlistarmennirnir Karl Þór Þorvaldsson (ásláttur), Ríkaharður Arnar (píano og hljómborð), Sveinn Pálsson (gítar), Ingólfur Sigurðsson (trommur, sitjandi), Árni Ólason (bassi), Vignir Þór Stefánsson (píano og hljómborð), Heiða Ólafsdóttir (söngur) og Gunnar Ólason (söngur) spila öll bestu lög þessarar merku sveitar.

Húsið opnar kl 21:00. Tónleikar hefjast kl 22:00 og er aðgangseyrir 1500 kr. (selt inn við hurð)

TOTO – Africa

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Á föstudaginn
verður Bjúddarinn 2010, skemmtikvöld KF Mjaðmar, haldið í Iðnó. Hljómsveitirnar Hjaltalín, Retro Stefson, Agent Fresco og Mjaðmbó Kings munu meðal annars koma fram sem og DJ-sett frá Jack Schidt, múm og FM Belfast.

Miðar verða aðeins seldir við dyrnar á Iðnó en miðaverð er hreint sprenghlægilegt eða 1000 kr. & hefst skemmtunin kl. 22:00

FM Belfast – Frequency (Retro Stefson Shakemix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Á föstudaginn verður á Sódóma upphitun fyrir tónlistarhátíðina Villta Vestrið sem haldin verður á Akranesi laugardaginn 12.júní. Fram koma sveitirnar Bolywool frá svíþjóð, Weapons, Cosmic Call og Tamarin/(gunslinger).

Það kostar aðeins 1000 kr inn á tónleikanna sem hefjast kl. 22:00, eins og áður sagði, á Sódóma Reykjavík föstudaginn 11.júní .

Bolywool – Save my Soul

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Á laugardaginn
troða hljómsveitirnar Kimono og Swords of Chaos upp á Sódóma Reykjavík en þær eru með framsæknustu rokksveitunum vestan Bláfjalla. Þessar sveitir leiddu síðast saman fáka sína á Sólarsömbunni á Organ fyrir um tveimur árum síðan og því löngu kominn tími á að endurtaka uppátækið.

Húsið opnar klukkan 23:00 en fyrsta sveit stígur stundvíslega á svið á miðnætti. 1000 kr. aðgangseyrir.

Kimono – Vienna

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Swords of Chaos – Nashkel Mines

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Árstíðir eru nýkomnir heim úr vel heppnuðu tónleikaferðalagi um Skandinavíu og munu fagna heimkomunni með tónleikum á hinum nýopnaða tónleikastað Bar 11 á Hverfisgötu, Laugardaginn 12 júní. Þetta verða fyrstu tónleikarnir sem fara þar fram eftir að staðurinn fluttist úr sínu gamla húsnæði við Laugaveg 11. Hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

Árstíðir – Látum Okkur Sjá

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

1 Athugasemd

  1. Pétur Valsson · 09/06/2010

    haha, Toto tribjút tónleikar. Hvaða ósköp dettur fólki í hug næst?

Leave a Reply