• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ný 7 tomma og tónleikar Lada Sport

Lada Sport sendir frá sér splúnkunýja 7  tommu í dag með tveimur nýjum lögum. A-hlið plötunnar er lagið “Love Is Something I Believe In”, sem þegar er farið að heyrast á útvarpsstöðvum, en B-hliðin er svo lagið “What If Heaven Is Not For Me?” Hljómsveitin hélt lokatónleika sína 16. júní 2008 en hittust aftur fyrir stuttu í hljóðveri til að hljóðfesta þessi tvö lög. Í framhaldi af því ákváðu þeir að gefa lögin út á 7 tommu vínyl plötu og að fylgja henni eftir með veglegum tónleikum.

Tónleikar þessir verða svo einmitt haldnir í kvöld en þar munu hljómsveitirnar Bloodgroup, Sykur og For a Minor Reflection spila ásamt Lada Sport á vegum hljómplötuútgáfunnar Record Records. Milli sveita munu svo Sonic DJ‘s spila geggjaða 90’s tónlist.

Tónleikarnir verða haldnir á Venue og opnar húsið kl. 22:00 en tónleikarnir byrja á slaginu 23:00.

Það kostar litlar 1000 kr. inn og verða diskar og plötur fáanlegar á djúsí prís.

Lada Sport – Love Is Something I Believe In

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply