Ný 7 tomma og tónleikar Lada Sport

Lada Sport sendir frá sér splúnkunýja 7  tommu í dag með tveimur nýjum lögum. A-hlið plötunnar er lagið “Love Is Something I Believe In”, sem þegar er farið að heyrast á útvarpsstöðvum, en B-hliðin er svo lagið “What If Heaven Is Not For Me?” Hljómsveitin hélt lokatónleika sína 16. júní 2008 en hittust aftur fyrir stuttu í hljóðveri til að hljóðfesta þessi tvö lög. Í framhaldi af því ákváðu þeir að gefa lögin út á 7 tommu vínyl plötu og að fylgja henni eftir með veglegum tónleikum.

Tónleikar þessir verða svo einmitt haldnir í kvöld en þar munu hljómsveitirnar Bloodgroup, Sykur og For a Minor Reflection spila ásamt Lada Sport á vegum hljómplötuútgáfunnar Record Records. Milli sveita munu svo Sonic DJ‘s spila geggjaða 90’s tónlist.

Tónleikarnir verða haldnir á Venue og opnar húsið kl. 22:00 en tónleikarnir byrja á slaginu 23:00.

Það kostar litlar 1000 kr. inn og verða diskar og plötur fáanlegar á djúsí prís.

Lada Sport – Love Is Something I Believe In

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.