Svavar Knútur á NXNE

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur er nú á leiðinni til Toronto, þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegu tónlistar- og kvikmyndahátíðinni North by North East (NXNE). Svavari var boðið að halda tvenna tónleika á hátíðinni,  annars vegar í Cameron House og hins vegar í Rancho Relaxo. Svavar mun nýta ferðina til Kanada og flytja tónlist sína  á 17. júní hátíð Íslendingafélagsins í Toronto og ennfremur koma fram á einum tónleikum utan NXNE hátíðarinnar.

Svavar Knútur hefur gert víðreist það sem af er ári til að fylgja eftir geisladisknum Kvöldvöku og var m.a. á tónleikaferðalagi um Ástralíu frá byrjun janúar og fram á vor. Þá fór hann í stutta tónleikaferð til Parísar, þar sem honum var mjög vel tekið á þrennum tónleikum. Auk þess var hann fyrir skemmstu í Svíþjóð og Bretlandi, en framundan er íslenskt tónlistarsumar þar sem hann kemur víða við.

Svavar Knútur – Clementine

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.