Nýtt frá Micah P. Hinson

Það er alltaf gleðiefni þegar að Texas-búinn opinskái Micah P. Hinson gefur frá sér nýtt efni. Hann lítur út eins og Hunter S. Thompson ef hann væri emo-krakki og syngur með djúpum sandpappírsbassa í líkingu við Johnny Cash eða Bill Callahan, rödd sem ætti að tilheyra miklu eldri manni.

Platan …and the pioneer saboteurs kom út á dögunum og fylgir á eftir ábreiðuplötunni All Dressed Up and Smelling of Strangers, sem kom út í fyrra.  Umfjöllunarefnin eru hráslagarleg og gleðisnauð; sjálfsmorð, eiturlyfjafíkn og hinar myrku hliðar ameríska draumsins (sem hann trúir statt og stöðugt á, en telur Obama smám saman vera að drepa).

Micah P. Hinson – Seven Horses Seen

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Micah P. Hinson – The Returning

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.