Nýtt frá The Pains of Being Pure at Heart

Krúttlega New York bandið með langa nafnið, The Pains of Being Pure at Heart, gefa brátt út nýja smáskífu. Bandið a tarna, sem hefur getið sér gott orð fyrir grípandi popplög löðrandi í rifnum gítörum, hefur aldrei verið feimið við að dreifa lögum sínum, og hafa reyndar sagt það vera heiður fyrir þau ef einhver nennir að stela plötunni þeirra og pósta lögum. Í þessum anda þá er einmitt lítið mál að nálgast bæði lög smáskífunnar og fylgir A hliðin hér með. Bandið spilaði hér á klakanum árið 2008, á þeim ágæta tónleikastað Organ sælla minninga, en þar sáu Lada Sport og <3 Svanhvít! um upphitun. Nýja smáskífan kemur út þann 29. júlí hjá Fortuna Pop í Bretalandi, en skammt er síðan hún kom út í Bandaríkjum. Meira info á heimasíðu sveitarinnar.

The Pains of Being Pure at Heart – Say No To Love

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.