• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Sudden Weather Change gefa út smáskífu á 7 tommu

  • Birt: 18/06/2010
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Ein bjartasta von íslensks tónlistarlífs, Sudden Weather Change, mun gefa út sjö tommu smáskífu á morgun, laugardaginn 19. júní. Platan inniheldur tvö ný lög sem tekin voru upp nú í vor. Lögin heita “The Thin Liner” og “The Whaler” og um upptökustjórn sá hinn víðfrægi Aron Arnarsson. Platan verður fáanleg í völdum plötuverslunum og svo á tónleikum hljómsveitarinnar næstu misserin.

Sudden Weather Change eru nýkomnir heim af stuttum evróputúr þar sem spilað var fyrir Belga, Þjóðverja og Breta. Til að fagna heimkomunni og útgáfunni mun hljómsveitin halda tónleika í Havarí á laugardaginn næsta (19. júní) kl. 16:00. Þeir munu leika nýju lögin í bland við eldri slagara sem og selja plötuna á sérstöku kynningarverði.

Sudden Weather Change – The Whaler

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply