Moses Hightower og Ojba Rasta á Sódómu á miðvikudag

Hljómsveitirnar Moses Hightower og Ojba Rasta halda tónleika á Sódómu Reykjavík nk. miðvikudagskvöld, 23. júní kl. 22. Miðaverð er 500 kr. DJ Ugly þeytir skífum.

Þetta eru fyrstu tónleikar sálarkvartettsins Moses Hightower í sumar en hann skipa þeir Andri Ólafsson, Daníel Friðrik Böðvarsson, Magnús Trygvason Eliassen og Steingrímur Karl Teague, auk þess sem þeir fá til liðs við sig blásara og bakraddir. Í byrjun júlí kemur út þeirra fyrsta hljómplata, Búum til börn, en hennar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu af unnendum sykurpabbatónlistar hérlendis.

Reggí/döbbsveitin OJBA RASTA telur tíu manns. Þar af eru fjögur systkini í hópnum. Brasshlaðinni tónlistinni er drekkt í ekkói og ýmiskonar effektum. Keyrt áfram með þykkum bassa og kraftmiklum trumbuslætti og að lokum kryddað með vænni slettu af sýrugítarskanki til að vega á móti dáleiðandi tónum hljómborðsins. Þessi hljómsveit er einstök á landinu!

Moses Hightower – Vandratað

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.