Rokkhátíðin Eistnaflug

Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í Neskaupstað dagana 8. til 10. júlí næstkomandi. Slær þar upp rjóminn af íslenskum rokkhljómsveitum ásamt hinum bresku Napalm Death, einu af flaggskipum þungarokksins. Norsk/íslenska hlómsveitin Fortíð er einnig væntanleg til landsins í tengslum við hátíðina. Af íslenskum sveitum er einna helst að nefna: Sororicide, Sólstafir, Dr. Spock (eini borgarstjórnarfulltrúi hátíðarinnar spilar í henni!), Mínus og Kolrassa krókríðandi. Allar aðrar hljómsveitir, dagskrá hátíðarinnar sem og aðrar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.eistnaflug.is

Þar sem fangar komast ekki á Eistnaflug kemur Eistnaflug til þeirra. Munu þrjár sveitir sem spila á Eistnaflugi spila á Litla-Hrauni föstudaginn næstkomandi, 25. júní. Þær eru Sólstafir, Momentum og Celestine. Frábært framtak það.

Napalm Death – Time Waits For No Slave

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.