• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Corte Real

Fáar plötur hafa komið mér jafn mikið á óvart og sú sem ég fékk um daginn senda frá ónefndum velunnara Rjómans. Þar reyndist vera á ferðinni hin stórgóða plata St. Luis með frönsku sveitinni Corte Real. Ég er ekki frá því að þessi plata sé með þeim bestu sem ég hef heyrt á árinu. Corte Real, sem ég veit nákvæmlega ekkert um, hljóma einhvernveginn eins og ef Bob Dylan á yngri árum væri söngvari í hljómsveit samansettri af meðlimum Arcade Fire og The Pogues og hún gerði sitt besta til að hljóma eins og frönsk útgáfa af Love.

Lögin á St. Luis eru hvert öðru betra, grípandi, hrá og hressileg og hrífa mann með um leið og fyrstu tónar þeirra byrja að hljóma. Ég veit því miður ekkert um þessa sveit Corte Real annað en að hún er frá Versölum í Frakklandi og að hún er, þótt ótrúlegt megi virðast, án samnings.

Ég ætla að viða að mér meiri upplýsingum um þessa frábæru sveit og birta hér um leið og þær koma í hús. Á meðan ætla ég að leyfa ykkur að njóta tveggja laga af þessari óvæntu en ánægjulegu plötu.

Corte Real – Marveline Brown

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Corte Real – Bury Us In Heaven

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

1 Athugasemd

Leave a Reply