• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ólöf Arnalds heldur tónleika í Norræna Húsinu

  • Birt: 23/06/2010
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Ólöf Arnalds heldur tónleika í Norræna Húsinu þriðjudaginn 29.júní næstkomandi, þá fyrstu sem hún hefur haldið hér á landi í þónokkurn tíma.

Nýrrar plötu Ólafar, Innundir skinni er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún kemur út á vegum One Little Indian útgáfunnar í september. Tónleikarnir í Norræna Húsina marka þó útgáfu fyrstu smáskífu plötunnnar sem ásamt titillagi breiðskífunnar inniheldur einnig lagið “Close My Eyes” eftir bandaríska tónlistarmanninn Arthur Russell. Á tónleikunum verður einnig frumflutt myndband sem listamaðurinn Ásdís Sif Gunnarsóttir hefur gert við lagið “Innundir skinni”.

Fyrri sólóplata Ólafar, Við og við kom út árið 2007 og vakti stórkostleg viðbrögð; hlaut m.a. verðlaun sem plata ársins í flokknum “ýmis tónlist” á Íslensku tónlistarverðlaununum. Rétt eins og á nýju plötu Ólafar stjórnaði Kjartan Sveinsson þá upptökum. Á Innundir skinni nýtur hann aðstoðar Davíðs Þórs Jónssonar en aðrir sem leggja til vinnu og spilamennsku á plötunni eru m.a. Skúli Sverrisson, Shahzad Ismaily, María Huld Markan Sigfúsdóttir, Daníel Bjarnason, Matthías Hemstock, Róbert Reynisson, Ragnar Kjartansson og Björk.

Næst á döfinni hjá Ólöfu eru tónleikar með tveimur stórjöfrum poppsögunnar. Fyrst hitar Ólöf upp á þrennum tónleikum í London og Glasgow fyrir frönsku sveitina Air og síðan heldur hún til San Francisco og leikur þar tvívegis með Jonathan Richman.

Tónleikarnir í Norræna Húsinu hefjast kl. 21:00. Auk Ólafar leikur tónlistarkonan Adda ljóð sín og lög og Guðrún Eva Mínervudóttir les upp úr verkum sínum. DJ Klara vermir húsið sem opnar kl. 20:00. Miðaverð er 1.500 kr. og eru miðar seldir í forsölu á midi.is.

Ólöf Arnalds & Björk – Surrender

Leave a Reply