• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Damien Rice, Hafdís Huld og Pondus bætast við Iceland Inspire tónleikana

  • Birt: 24/06/2010
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Tónlistarfólkið Damien Rice, Hafdís Huld og Pondus hafa bæst í hóp þeirra sem koma fram að Hamragörðum undir Eyjafjöllum á Iceland Inspires tónleikunum 1. júlí n.k. sem verða í beinni útsendingu á netinu.

Að Hamragörðum koma þá m.a. fram Spiritualized með íslenskri strengjasveit og kór, Seabear, Amiina, Dikta, Steindór Andersen, Lay Low, Hilmar Örn Hilmarsson, Mammút, Páll á Húsafelli, Mia Maestro og Parabólur ásamt fleirum.  Mynd – og hljóðupptökur með Gus Gus, Hjaltalín, For a Minor Reflection, Glen Hansard og Retro Stefson verða svo einnig í beinu útsendingunni á netinu. Upptökurnar eru gerðar sérstaklega fyrir útsendinguna á nokkrum vel völdum stöðum í íslenskri náttúru.

Iceland Inspires tónleikarnir eru öllum opnir án endurgjalds. Ungir sem aldnir, fjölskyldur og fleiri eru hvattir til að mæta og upplifa einstaka tónleika í einstakri náttúru.

Svæðið opnar kl. 19:00 fimmtudaginn 1. júlí og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl. 20:00 og lýkur kl. 23:00.

Damien Rice – The Animals Were Gone

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hafdís Huld – Tomoko

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pondus – Not Again

Leave a Reply