Now I know með Markúsi & The Diversion Sessions

Now I Know, fyrsta plata Markúsar & The Diversion Sessions kom út í byrjun júní. Skífan er mitt á milli smáskífu og breiðskífu, telur 7 lög og er 20 mínútur að lengd. Milliskífan Now I Know kom út á undirútgáfu Kima , Brak Plötur. Einungis voru prentuð 300 tölusett eintök af skífunni eins og vaninn er með Brak plöturnar og er því mikilvægt að tryggja sér eintak sem fyrst.

Að sögn Markúsar hafa lögin verið lengi í gerjun og alltaf staðið til að gefa þau út með einum eða öðrum hætti. “Draumurinn er að vera með trommara og bassaleikara með mér en á þessari fyrstu plötu eru lög sem þola það alveg að vera án aukahljóðfæra . Fyrsta lagið “Stay” var þó farið ansi langt með í útsetningu þökk sé Kolbeini Huga Höskuldssyni og það eru aðeins bætt við röddum í titillag plötunnar en annars er þetta allt tekið upp í lifandi flutningi og engu bætt við eftirá” segir Markús.

Þetta er fyrsta Sóló verkefni Markúsar en hann hefur áður gefið út plötur með hljómsveitunum Sofandi og Skátum. Einnig hefur hann spilað með böndunum Campfire Backtracks og Glasamar Further Than Far Far.

Útgáfutónleikar verða haldnir á Café Rósenberg 12. júlí.

Markús and The Diversion Sessions – Now I Know

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Markús and The Diversion Sessions – Stay

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.