Cloud Cult

Ein af áhugaverðari sveitum síðusta ára er án efa hin tilraunakennda indie rokk sveit Cloud Cult. Var síðasta plata hennar, Feel Good Ghosts (Tea-Partying Through Tornadoes), ein af plötum ársins 2008 hér á Rjómanum og um hana skrifaði ég mikla lofræðu á sínum tíma. Þann 14. september næstkomandi er væntanleg frá Cloud Cult ný plata sem hlotið hefur nafnið Light Chasers en sveitin hefur reyndar þegar gefið plötuna út í stafrænu formi og geta áhugasamir nálgast eintak af gripnum hér.

Við skulum heyra fyrstu smáskífuna af nýju plötunni.

Cloud Cult – Running With The Wolves

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.