• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Cloud Cult

Ein af áhugaverðari sveitum síðusta ára er án efa hin tilraunakennda indie rokk sveit Cloud Cult. Var síðasta plata hennar, Feel Good Ghosts (Tea-Partying Through Tornadoes), ein af plötum ársins 2008 hér á Rjómanum og um hana skrifaði ég mikla lofræðu á sínum tíma. Þann 14. september næstkomandi er væntanleg frá Cloud Cult ný plata sem hlotið hefur nafnið Light Chasers en sveitin hefur reyndar þegar gefið plötuna út í stafrænu formi og geta áhugasamir nálgast eintak af gripnum hér.

Við skulum heyra fyrstu smáskífuna af nýju plötunni.

Cloud Cult – Running With The Wolves

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply