• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Trumans Water snýr aftur

Aðdáendur 90’s jaðarrokks kannast ef til vill við sveitina Trumans Water sem gaf út fjöldann allan af plötum á tíunda áratugnum en hefur verið fremur róleg undanfarið. Nú í ágúst er svo fyrsta plata bandsins í sjö ár væntanleg og mun nenfnast O Zeta Zunis. Það er Asthmatic Kitty sem gefur út og mun útgáfan einnig endurútgefa nokkur eldri verk bandsins í tilefni nýju plötunnar. Tékkum á tveimur sjóðheitum stykkjum af O Zeta Zunis:

Trumans Water – We Fish

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Trumans Water – 5-7-10 Split

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

5 Athugasemdir

 1. Benni · 06/07/2010

  Ég sá þá spila live 2003 og var það alveg rosalega fínt. Ég er búinn að vera fan á þá lengi. Þeir eru að mínu mati besta hljómsveitin sem “enginn” hefur heyrt.

  Þeim var alltaf líkt við Pavement hér í den en hafa allt verið mun ærslafyllri og svona all over the place.. Þessi bönd byrjuðu á svipuðum tíma og eru báðar frá Kaliforníu. Pitchfork sögðu skemmtilega að Pavement hljómuðu eins og Kenny G í samanburði við Trumans Water.

  Bestu plöturnar þeirra komu út á árunum 1992-1994. Þ.e. Spasm Smash XXXOXOX Ox and Ass, Of Thick Tum og Godspeed The Punchline. Einnig eru góðar Fragments of a Lucky Break frá 1998 og Trumans Water frá 2001. Já og The Singles 1992-1997 og The Peel Sessions..

  Vonandi að fólk fer að kveikja á þessu band því þeir eiga það sannarlega skilið. Ein af mjög fáum sveitum sem ég hef sagt vera mín uppáhalds.

 2. Egill Harðar · 09/07/2010

  Ég var nú að vona að þú myndir taka það að þér að kynna þessa sveit fyrir lesendum Rjómans 😉

 3. Benni · 12/07/2010

  Sjálfsagt mál. Ég skal draga fram viðtal sem ég tók við einn þeirra fyrir mörgum árum og við það skal ég bæta grein þegar platan er um það bil að koma út 🙂

 4. Egill Harðar · 13/07/2010

  Glæsilegt. Við hlökkum til!

Leave a Reply