Janis Joplin Tribute með Bryndísi Ásmundsdóttir og hljómsveit

Söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir mun ásamt hljómsveit flytja lög eftir Janis Joplin á skemmtistaðnum Sódóma Reykjavík, föstudags og laugardagskvöldin næstkomandi. Á laugardagskvöldinu mun svo sjálf rokkamma Íslands, Andrea Jónsdóttir, sjá um að þeyta skífum bæði fyrir og eftir tónleika en hún er einnig mikill aðdáandi Joplin, þannig að búast má við mikilli tónlistarveislu um helgina.

Bryndís túlkaði rödd Janis í rokksöngleik í Íslensku Óperunni sem að byggður var á ævi Janis Joplin, og þótti flutningur hennar einstaklega góður. Hún hefur svo fylgt því eftir reglulega með Janis Joplin Tribute tónleikum við miklar vinsældir.

Í hljómsveit með Bryndísi eru svo Ingi Björn Ingason á bassa, Kristinn Snær Agnarsson á trommum, Egill Antonsson á hljómborð, Ragnar Örn Emilsson og Kjartan Baldursson á gítar. Tónleikar hefjast upp úr miðnætti bæði kvöld og kostar litlar 1200 kr inn.

Janis Joplin – Kozmic Blues

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Janis Joplin – Mercedes Benz

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.