Markús & The Diversion Sessions heldur útgáfutónleika

Markús Bjarnason heldur útgáfutónleika á Café Rósenberg  næstkomandi mánudag, 12. júlí, stundvíslega kl. 21:00, í tilefni útkomu plötunnar Now I Know.

Platan kom út í byrjun júní á vegum Brak platna og er fyrsta sóló plata Markúsar en verkefnið kallar hann “The Diversion Sessions”.

Kolbeinn Hugi Höskuldsson ( Retrön ) sem tók upp , spilaði inná og mixaði fyrsta lag plötunnar “Stay” mun aðstoða við flutning þess á tónleikunum. Hljóðmaður kvöldsins verður Friðrik Helgason sem tók upp og mixaði m.a. titillag plötunnar “Now I Know”.

Mörg lög af næstu plötu munu fá að hljóma á tónleikunum og er stefnan tekin á samsöng  í lögum eins og “Get a Party Going”, “Star Wars”, “Nathan the Canadian”, “We are the Knights who say WEeee” og trommusession í  “Blessed”. Markús hvetur alla sem þegar eiga plötuna eða þekkja lögin að syngja með á tónleikunum.

Tónleikarnir eru sem áður sagði á Café Rósenberg og hefjast stundvíslega kl. 21:00. Um upphitun sér Þóra Björk sem gaf út plötuna I Am a Tree Now á seinasta ári og er miðaverð einungis 800 kr.

Markús and The Diversion Sessions – Now I Know

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Markús and The Diversion Sessions – Stay

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.