• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Converse býður upp á sumar

Það virðist vera móðins hjá hinum ýmsu fyrirtækjum að fegra ímynd sína með því að fá áhugaverða tónlistarmenn til liðs við sig. Yfirleitt gengur þetta út á að aðdáendur gefa upp netföng sín í skiptum fyrir frítt niðurhal á nýjum lögum og má svo ætla að fyrirtækin sendi reglulega auglýsingar á þá sem freistast.

Skóframleiðandinn Converse fékk nýlega tónlistarmennina Kid Cudi, Rostam Batmanglij (úr Vampire Weekend) og sveitina Best Coast til þess að leggja saman í púkk og gera lag. Útkoman heitir “All Summer” og er hinn áheyrilegasti sumarsmellur. Og viti menn … það má hala laginu frítt niður á heimasíðu Converse án þess að vera böggaður með auglýsingaflóði síðar meir

Kid Cudi, Rostam Batmanglij & Best Coast – All Summer

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply