• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

10 bestu erlendu lögin sem af er ári

Ég hef stundum tekið mér það ritstjórnarlega bessaleyfi að birta hér yfirlit yfir bestu lög ársins, innlend sem erlend. Nú er árið meira en hálfnað og mörg margslungin og grípandi tónsmíðin fengið að hljóma í eyrum manns þessa fyrstu sjö mánuði þess. Mér fannst því tilvalið að velja tíu lög erlendis frá sem heillað hafa mig sem mest sem af er ári og lítur listinn einhvern veginn svona út (í engri sérstakri röð):

Shearwater – Castaways
Ljúfsárt og tilfiningamikið lag af plötunni The Golden Arpichelago sem kom út í byrjun árs.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fang Island – Daisy
Upphefjandi og stórkallalegt gleðirokk með smá fortíðarljóma af samnefndri plötu sveitarinnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ratatat – Party With Children
Klárlega partýlag sumarsins á mínu heimili. Er af fjórðu plötu dúósins sem þeir gefa út hjá XL Recordings og heitir einfaldlega LP4.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Magnetic Fields – You Must Be Out of Your Mind
Opnunarlag Realism, tíundu plötu sveitarinnar. Undarlega grípandi lag sem sest á heilann á manni.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

MGMT – Song For Dan Treacy
Ef ég væri neyddur til að velja eitt lag sem stæði uppúr af þessum 10 sem hér eru talin upp þá yrði þessi óður til fyrverandi forsprakka Television Personalities fyrir valinu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Wovenhand – The Threshing Floor
Þungt og drífandi lag með austurlenskum þjóðlagaáhrifum. Tekið af plötunni Threshing Floor.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Corte Real – Marveline Brown
Fallegt ljúfsárt lag flutt á sannan franskan melankólískan hátt. Er af sjálfútgefinni plötu sveitarinnar sem heitir St. Luis.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Boy Eats Drum Machine – Hoop + Wire
Hressileg vitleysa sem fær mann til að brosa og dilla sér. Lagið er titillag plötunnar.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Akai – Breath
Súrsætt vellíðunarpopp af ágætis plötu sem nefnist The Coldest Hour Is Just Before The Dawn.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lightspeed Champion – The Big Guns of Highsmith
Fágað barokk popp með söngleikjaívafi og einhverskonar 70’s hljóðgervla tilvísunum. Tekið af plötunni Life is Sweet! Nice to Meet You.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

2 Athugasemdir

 1. Gummi Jóh · 16/07/2010

  Ég fagna því að Magnetic Fields fái að njóta brautargengis, sú frábæra sveit á allt svona skilið.

  Annars sakna ég þess að Good Intentions Paving Company með Johanne Newsom sé ekki hér. En listinn er góður.

 2. Egill Harðar · 16/07/2010

  Takk.

  Ég hef einhvernveginn aldrei ná að tengja mig við hana Newsom. Þarf að reyna betur, kannski kemur það einn daginn.

Leave a Reply