Frí tónlistarveisla á Faktorý fimmtudagskvöldið 22. júlí.

Hljómsveitirnar Sing for Me Sandra, Cosmic Call og Of Monsters and Men bjóða upp á fría tónlistarveislu á Faktorý fimmtudagskvöldið 22. júlí.

Sing for Me Sandra hefur nýlokið upptökum á sinni fyrstu breiðskífu sem kemur út í ágúst, en þegar höfum við fengið að heyra nokkur lög af plötunni í útvarpi og lofa þau góðu. Cosmic Call kemur frá boltabænum Akranesi, en þeir sendu frá sér EP plötu á síðasta ári sem innihélt m.a. hið vinsæla lag “Owls”. Of Monsters and Men sigruðu Músík Tilraunir 2010 og spila þau þjóðlagapopp séð með nýbylgjugleraugum.

Húsið opnar kl. 21:00 og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl. 22:00. (Þess má geta að stefna Faktorý er að tónleikarnir byrji alltaf á auglýstum tíma.) Frítt inn!

Cosmic Call – Owls

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sing For Me Sandra – Time will Tell (demo)

Of Monsters and Men á æfingu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.