Hefur þú heyrt í…

Ekki fyrir svo löngu síðan bloggaði ég um tónlist á vef sem ég kallaði “Hefur þú heyrt þetta?” við ágætis undirtektir. Mér hefur alltaf þótt vænt um titilinn og datt í hug að nota afbrigði af honum í fyrirsögn hér. Hver veit? Kannski er nýr flokkur að fæðast hér?

The Mynabirds?
Frábær sveit, leidd af söngkonunni Laura Burhenn, sem nær einkar vel að fanga gamalt swing og groove gærdagsins og blanda til hálfs við hið fornfræga Motown sánd.

The Mynabirds – Numbers Don’t Lie

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Freedom or Death?
Dúó frá Toronto sem gáfu út samnefnda EP plötu á eigin vegum í síðasta mánuði. Þar er m.a. að finna þetta ágætis lag sem hér hljómar.

Freedom or Death – This Crowded Room

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Neutral Uke Hotel?
Það er Shawn nokkur Fogel úr hljómsveitinni Golden Bloom sem leiðir verkefnið Neutral Uke Hotel en það gengur einfaldlega út á að spila lög eftir Neutral Milk Hotel á ukelele. Kemur ágætlega út finnst mér.

Neutral Uke Hotel – King Of Carrot Flowers Pt.1

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Young Sinclairs?
Forvitnileg sveit sem blandar saman 60’s bílskúrsrokki með bítli og lágstemmdu indie. Svo er ekki laust við að smá sækadelika svífi yfir vötnum þarna líka.

The Young Sinclairs – You Can Have Her (alternate version)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Svo ber að geta þess að áhugasamir geta halað niður Zooper Dooper, nýjustu EP plötu hins breska Jim Noir, án endurgjalds með því að gefa upp netfang hér að neðan. Það er vel þess virði!

One response to “Hefur þú heyrt í…”

  1. […] This post was mentioned on Twitter by Rjóminn, Freedom Or Death. Freedom Or Death said: Can someone translate Icelandic? http://tiny.cc/whfle Wondering what @rjominn thinks. […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.