• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Mammút til Evrópu

  • Birt: 21/07/2010
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Hljómsveitin Mammút hefur tónleikaferð sína um Evrópu á tónleikastaðnum Superkronik í Leipzig í Þýskalandi núna á fimmtudaginn, þann 22. júlí. Í framhaldinu taka við tónleikar víða um mið-Evrópu, m.a. á Am Schluss Festival í Sviss og Lott Festival í Þýskalandi. Tónleikaferðin er liður í kynningu Mammút á tónlist sinni og nýjustu breiðskífu, Karkari, í Evrópu með sérstaka áherslu á Þýskaland og þýskumælandi lönd á borð við Austurríki og Sviss.

Mammút var stofnuð sem stúlknatríó árið 2003 undir nafninu ROK, en fékk síðar nafnið Mammút þegar strákarnir bættust í hópinn. Sveitin sigraði Músíktilraunir árið 2004 og gaf út fyrstu plötu sína árið 2006 samnefnd hljómsveitinni. Tveimur árum síðar kom önnur breiðskífa sveitarinnar, Karkari, út og fékk m.a. Kraumsverðlauninin; viðurkenningu Kraums á sviði plötuútgáfu fyrir að skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Mammút hefur fylgt Karkari eftir með tónleikum um landið og einnig leitað utan landsteinana með tónleikum í Noregi, Þýskalandi og fleiri stöðum. Þetta er hins vegar stærsta tónleikaferð sveiterinnar erlendis til þessa og mun hún halda 16 tónleika  á 17 dögum.

Mammút – Rauðilækur

Leave a Reply