• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Brimful of Asha

Það kannast eflaust flestir við hið ágæta lag Cornershop “Brimful of Asha” frá 1997 sem Fatboy Slim gerði ódauðlegt með einstaklega dansvænu og grípandi rímixi ári seinna. Færri vita hinsvegar að lagið er óður til Asha Bhosle, einnar frægustu dægurlaga og Bollywood söngkonu indverja fyrr og síðar.

Í “Brimful of Asha” er indverskur kvikmyndakúltur yrkisefnið en Asha Bhosle er ein frægasta “playback” söngkona indverja og hefur hún sungið vel yfir 12.000 lög á ferlinum. Í indverskum kvikmyndum er það hefð að leikarar syngi ekki sjálfir og eru þá svokallaðir “playback” söngvarar, eins og Asha Bhosle og systir hennar Lata Mangeshkar (sem einnig er minnst á í laginu), kallaðir til.

Margir vilja meina að dýpri boðskap sé að finna í textanum við “Brimful of Asha”. Á sanskrít/hindí þýðir Asha “von” og er því haldið fram að höfundur lagsins, Tjinder Singh, sé þarna að syngja um vonina sem fólk getur fundið í lífinu með því að hlusta á tónlist. Í tilfelli höfundar lagsins séu það 45 snúninga plötur sem veita honum von og stuðning en í textanum segir hann sjálfur “Everybody needs a bosom for a pillow; mine’s on the 45.”

Meðfylgjandi er sjálft lagið sem hér um ræðir, eins og það hljómar eftir meðferð Fatboy Slim, og svo að sjálfsögðu “Dum Maro Dum”, einn helsti smellur Asha Bhosle.

Cornershop – Brimful of Asha (Fatboy Slim remix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Asha Bhosle & Chorus – Dum Maro Dum

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply