Dad Rocks!

Geimfarinn Snævar

Maður er nefndur Snævar Njáll Albertsson og listamannsnafn hans er Dad Rocks!. Hann er pabbinn sem rokkar en nafnið fékk hann frá barnungri dóttur sinni sem er einnig er hans helsti innblástur og andargift. Snævar blandar saman órafmögnuðum gítar, píanói, harmonikku, trompet, klappi og stappi og örlitlu hip-hoppi til að framkalla afar áhugaverða blöndu af psych-folk og lo-fi kántrí tónlist. Sem Dad Rocks! nefnir Snævar listamenn eins og Bill Callahan, Owen, Why?, Akron/Family og Do Make Say Think sem helstu áhrifavalda. Þó er ekki með góðu móti hægt að benda á beinar tilvitnanir í þessa listamenn í tónlist Dad Rocks! og er það vel.

Snævar er allra jafna söngvarinn í dönsku hljómsveitinni Mimas en hefur nú stigið fram á sjónarsviðið einn síns liðs og hefur þegar gefið út EP plötuna Digital Age sem fáanleg er stafrænt bæði á gogoyoko og Bandcamp. Einnig má nálgast físískt eintak á vef Kanel Records.

Dad Rocks! – Aroused by Hair

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Dad Rocks! – Nothing Keeps Up

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

One response to “Dad Rocks!”

  1. […] byrjun þessa mánaðar fjallaði ég hér um, við góðar undirtektir, sólópródjekt Snævars Njáls Albertssonar sem hann kallar Dad Rocks! […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.