Moses Hightower, Kristín og Svavar Knútur á Rosenberg

Búum til börn með Moses Hightower

Fimmtudagskvöldið 5. ágúst munu Moses Hightower, Kristín og Svavar Knútur vera með tónleika á Rósenberg við klapparstíg. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er aðgangseyrir 1500 kr.

Sálarkvartettinn Moses Hightower gaf í júlí út fyrstu plötu sína, Búum til börn. Sú hefur fengið frábæra dóma og hljómsveitin fylgir henni nú eftir af krafti með spilamennsku um borg og bí.

Moses Hightower – Vandratað

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kristín Bergsdóttir er ung söngkona og lagahöfundur sem útskrifaðist frá söngdeild Tónlistarskóla FÍH vorið 2009 og í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands vorið 2010. Í nóvember 2009 kom út fyrsta hljómplata Kristínar, Mubla, sem inniheldur 14 frumsamin lög eftir Kristínu sem hún syngur bæði á íslensku og ensku.

www.myspace.com/kristintonlist

Svavar Knútur söngvaskáld hefur undanfarin ár getið sér gott orð bæði sem sólólistamaður og söngvari hljómsveitarinnar Hrauns. Hann nam söng við Söngskólann í Reykjavík og hefur m.a. sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og við hlið margra af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Hljómplata hans Kvöldvaka hlaut einróma góða dóma hjá íslenskum tónlistargagnrýnendum og hefur hlotið frábærar viðtökur hjá öllum sem á hana hafa hlýtt.

Svavar Knútur – Clementine

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.