Í annan heim með Rökkurró

Hljómsveitin Rökkurró gefur út sína aðra breiðskífu, Í annan heim, þann 12. ágúst n.k.

Frá og með mánudeginum verður hægt að hlusta á plötuna í heild sinni sem og kaupa hana í sérstakri forsölu á www.gogoyoko.com. Jafnframt verður þar hægt að nálgast aukalag sem er ekki á plötunni sjálfri en í því heyrist kunnugleg rödd úr íslensku tónlistarlífi.

Hljómsveitin hefur nú þegar fengið lofsamlega umfjöllun í miðlum hvarvetna og var til að mynda í sérstökum brennidepli á heimasíðu Útón. Einnig eru lög af plötunni farin að heyrast á öldum ljósvakans.

Sérstakir tónleikar verða í 12 Tónum, sem jafnframt eru útgefendur plötunnar á Íslandi, föstudaginn 13. ágúst. Þar verður hægt að heyra forsmekkinn af plötunni en einungis lög af henni verða spiluð. Tónleikarnir hefjast kl. 17:30.

Rökkurró – Sólin Mun Skína

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.