Ný útvarpsstöð : Nálin FM 101,5

Nálin, ný og afar áhugaverð útvarpsstöð hefur hafið útsendingar á bylgjulengdinni 101,5 á FM skalanum. Á Facebook síðu stöðvarinnar segir að á stöðinni sé spilað í raun allt milli himins og jarðar en þó með klassísku rokki í bakgrunninn. Vonandi er þó ekki um eitthvað GullBylgju síbylju dæmi að ræða heldur frumlegt tónlistarval og krefjandi og áhugaverða tónlistarumfjöllun. Sjáum hvað setur.

Þess ber að geta að Rjómapenninn Hildur Maral er með þriggja tíma útvarpsþátt á Nálinni á þriðjudagskvöldum milli 19:00 og 22:00.

Rjóminn hvetur lesendur sína til að stilla viðtækin á FM 101,5 eða hlusta hér á netinu.

One response to “Ný útvarpsstöð : Nálin FM 101,5”

 1. Ingvar Emil says:

  Góðan og glaðan dæjinn ég verð að skrifa ikkur þessi útvarpstöð er hrein og tær snild!!
  en þið voruð að talla um hvernig Akureyri talla
  mér finnst að Akureyri á mótti suðurlandinu er eins og Banndaríkin og Eingald. Á Akureyri tallar fólk skírt og rétt eins og þeir gera í Einglandi en hér í bænum tallar því miður fólk ekki svo rétt eins og þeir gera í U.S.A.

  Og Sagan Öll eru þættir og 2 myndir um strák sem heittir Bastian og síðan er þessi prinsesa sem er alltaf í einhverju turni en Bastian er semsagt raunverulegur strákur sem fer í þessa íminduðu veröld í gegnum bólk sem heyttir sagan endalösa.

  P.S
  Afsakið stafsetniguna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.