• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Nýtt lag frá Squarepusher

Það hlýtur að teljast til tíðinda þegar goðsagnir raftónlistarinnar senda frá sér nýtt efni. Enn fréttnæmara hlýtur að þykja þegar menn skipta um útgáfur eins og Squarepusher hefur gert í þessu tilfelli. Reyndar er tilflutningurinn aðeins háður þessu eina lagi í þetta skiptið en Squarepusher, eða Tom Jenkinson eins og hann heitir réttu nafni, ákvað að gefa nýjasta lag sitt “Cryptic Motion” út hjá Ed Banger frekar en Warp útgáfunni sem hann hefur haldið tryggð við meirihluta ferils síns.

Menn velta því fyrir sér hvort þetta nýjasta útspil Squarepusher marki enn frekari breytingar á tónlistarstefnu hans en hann hefur síðustu ár fært sig frá raftónlistinni yfir í frammúrstefnulegt fönk og jazz. Gæti það verið að kóngur IDM stefnunnar sé að “verða teknó”?

Meðfylgjandi er lagið “Cryptic Motion” í tveim útgáfum og myndband með Tom Jenkinson á tónleikum þar sem hann flytur lagið “Hello Meow” af plötunni Hello Everything sem kom út 2006.

Squarepusher – Cryptic Motion Edits

Squarepusher – Hello Meow

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply