Járn eftir Styrmir Sigurðsson

Styrmi Sigurðssyni muna eflaust margir eftir sem öðrum helmingi dúósins Belafonte ásamt Söru Marti Guðmundsdóttur. Styrmir er nú mættur með nýtt pródjekt en það er tónlist fyrir heimildamyndina Járn eftir Guðberg Davíðsson. Mun myndin vera dramatísk saga af fjölskyldu á Mýrum í Dýrafirði og örlögum hennar. Styrmir segir að í grunninn hafi verið lagt upp með að nota mest hljóðfæri sem ættu heima í slíku umhverfi t.d. gamla falska píanettu og fótstigið orgel.

“Ég fékk Helga Svavar Helgason (Hjálmar/Flís) og Daníel Friðrik Böðvarsson (Moses Hightower/Reginfirra) til liðs við mig. Við fórum einn dag í hljóðver og tókum þar upp grunna sem flestir standa nokkuð óhreyfðir.” segir Styrmir og bætir svo við. “Síðan fór ég aftur með píanettuna heim í bílskúr og hélt áfram. Píanettan hélt illa stillingu en hljómaði alltaf betur og betur eftir því sem hún varð falskari. Þetta fékk síðan að þróast og sums staðar var loks baðað alls kyns rafgítar-atmosum eða elektróník.”

Styrmir vinnur nú að því að koma tónlistinni fyrir Járn út í einhverri mynd en þar sem hann er upptekinn við annað og stærra verkefni er óvíst hvort af því verður í bráð. Þangað til getum við notið tónlistarinnar á Bandcamp síðu Styrmis en þar má heyra nokkra búta úr tónlistinni fyrir myndina.

Meðfylgjandi eru fimm bútar úr “Járn” eftir Styrmir Sigurðsson (veljið lögin með því að smella á örina við titil lagsins).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.