Tónleikar í æfingarhúsnæði Sudden Weather Change á menningarnótt

Sudden Weather Change ætla að bjóða öllum sem vilja að koma á ótrúlega skemmtilega menningarnæturtónleika í æfingarhúsnæðinu sínu fyrir neðan Tónlistarþróunarmiðstöðina (TÞM) að Hólmaslóð númer tvö úti á Granda.  Ætla þeir að spila öll lögin af væntanlegri EP-skífu sem þeir félagar voru að taka upp með Ben Frost.

Nolo munu líka stíga á stokk en undir lokin munu Sudden strákarnir taka lagið með þeim og verður þá lagið “The Saan Rail” frumflutt.

Munu Sudden bjóða uppá grillaðar pylsur og kakó og fleira góðgæti en annars er það bara BYOB.  Eftirá munu allir safnast saman fyrir utan æfingarhúsnæðið og horfa á flugeldasýninguna frá öðru sjónarhorni. Svo verður bara stuð fram á rauða nótt.

Tónleikarnir byrja stundvíslega klukkan 21:00 en byrjað verður að grilla kl. 20:00

Sudden Weather Change – The Whaler

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nolo – Pretty Face

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.