• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Grænlenska hljómsveitin Nanook í Norræna húsinu 31.ágúst

  • Birt: 24/08/2010
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Grænlenska hljómsveitin Nanook mun koma fram á tónleikum í Norræna húsinu 31.ágúst n.k. Húsið opnar kl. 20.00 og mun Nanook stíga á stokk kl. 21.45. kl. Tilkynnt verður síðar hvaða hljómsveit spilar á undan Nanook.

Miðaverð er 1200 kr.

Hljómsveitin var stofnuð árið 2007 af bræðrunum Frederik K. Elsner (gítar og söng) og Christian K. Elsner (gítar og söng). Þeir ólust upp á litlum bæ í suður Grænlandi en fluttu síðan til höfuðborgarinnar, Nuuk. Hljómsveitin stækkaði rúmu ári seinna með meðlimina Ib Uldum (bassi og söngur), Martin Zinck (trommur) og Mads Røn (synth og slagverk).

Hljómsveitin er með sterk tengsl við Danmörku, enda var fyrsti diskurinn þeirra tekinn upp þar. Tónlist þeirra er lýst sem tilraunakenndu popprokki þar sem gælt er við minnstu smáatriði. Fyrsta plata þeirra fékk nafnið Seqinitta Qinngorpaatit sem þýðir ”Sólin okkar skín á þig”.

Í febrúar 2010 var búið að selja 3000 eintök af geisladisknum og eftirvæntingarnar eftir nýju efni eru miklar. Nanook mun í sumar spila eitthvað í Danmörku og á Grænlandi í haust. Þetta eru einu tónleikarnir sem hljómsveitin heldur á Íslandi í sumar.

Nanook – Seqinitta Qinngorpaatit

Leave a Reply