Swords of Chaos eru að koma!

Fyrsta breiðskífa Swords of Chaos er nú loks tilbúin til útgáfu og mun koma út 3. september næstkomandi. Platan verður hinsvegar fáanleg í forsölu hjá Gogoyoko frá og með miðvikudeginum 25. ágúst.

The End is Near as Your Teeth heitir gripurinn og kemur út á jaðarútgáfufélaginu Kimi Records. Breiðskífan inniheldur 11 lög eftir þá Albert Finnbogason (gítar), Ragnar Jón Hrólfsson (trommur), Úlf Alexander Einarsson (söngur) og Úlf Hansson (bassi). Hljómsveitin hefur unnið að plötunni undanfarin tvö ár og fyrst núna í sumar urðu allir aðilar ásáttir um að ekki yrði gert betur. Meðal þeirra sem leggja þeim lið á plötunni er tónlistarkonan Kira Kira og sex manna brasssveit.

Um upptökur sá Friðrik Helgason, Aron Arnarsson sá um hljóðblöndun og Helmut Elrer hljómjafnaði. Umslagshönnun var í höndum Söru Riel og Svavar Pétur Eysteinsson sá um uppsetningu.

Í tilefni af forsölu þá ætlar hljómsveitin að halda for-útgáfutónleika og hlustunarteiti á Venue miðvikudaginn 25. ágúst kl. 21. Raunverulegir útgáfutónleikar verða hinsvegar haldnir 24. september á Faktorý og verða þeir auglýstir betur síðar.

Swords of Chaos – Nashkel Mines

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.