• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Melodica Acoustic Festival í Reykjavík helgina

  • Birt: 26/08/2010
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Tónlistarhátíðin Melodica Acoustic Festival verður haldin í fimmta skipti í Reykjavík helgina 27. til 29. ágúst næstkomandi. Í þetta skipti verða um 50 atriði á hátíðinni og þar af þrír alþjóðlegir listamenn.

Meðal nýjunga í ár eru akústískir tónleikar hljómsveita sem hingað til hafa verið þekktari fyrir rafmagnaðri uppákomur. M.a. má þar telja Morðingjana, Ultra Mega Techno Bandið Stefán, Sykur og Bloodgroup.

Önnur nýjung er lagasmíðavinnustofa Melodica Festivalsins. En fjórir listamenn, þau Jona Byron, Halla Norðfjörð, Daníel Jón Jónsson og Jóhann Kristinsson, dvelja nú á Hótel Djúpavík þar sem þau semja saman lög í tvo daga. Munu þau kynna afurðirnar á föstudagskvöldið á Café Rósenberg.

Melodica fer þannig fram í ár að á föstudag og laugardag hefst dagskráin kl. 16.00 á Hemma og Valda og stendur þar til kl. 22.30. Dagskráin á Rósenberg hefst hins vegar Kl. 21.00 og stendur til 01:00 Á sunnudag verður síðan slakað á í Slippsalnum við Mýrargötu 2 frá kl. 18-23. Þar munu þó nokkrir góðir tónlistarmenn taka í hljóðfæri og syngja.

Ókeypis er á alla viðburði hátíðarinnar, en frjáls framlög eru svo sannarlega vel þegin til að vinna á móti allnokkrum kostnaði sem hlýst af því að halda slíka hátíð.

Meðal þeirra listamann sem fram koma á hátíðinni eru (auk fjölda annara):

Jona Byron (AUS)
Mal Skene (UK)
Snorri Helgason
Daníel Bergmann
Sing for me Sandra
Lame Dudes
Diversion Sessions
Svavar Knútur
Bloodgroup
Misery loves company
For a minor Reflection
Myrra Rós
Blæti
Morðingjarnir
Sykur
Halla Norðfjörð
Steingrímur Teague
Siggi UMTB

Hrafnaþing by myrra_ros

For a Minor Reflection – Kastljós by RecordRecords

Bloodgroup – Overload by RecordRecords

Sing For Me Sandra – Time will Tell (demo) by RecordRecords

Sykur – Bite me by RecordRecords

Leave a Reply