• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

The Telepathetics – What We Are

Það er Rjómanum sönn ánægja að kynna lesendum sínum hér glænýtt lag með The Telepathetics sem nefnist “What We Are”. Er þetta frumflutningur á laginu í íslenskum fjölmiðlum.

Lagið var tekið upp af Markúsi Leifssyni í Hljóðver.is en það var samið á köldu vetrarkvöldi í æfingarhúsnæði TÞM á tímibili þar sem hljómsveitin gat ekki spilað á tónleikum sökum þess að trommari hennar var staddur erlendis. Lagið var frumflutt á tónleikunum The Telepathetics á Faktorý nú á dögunum og fékk það svo jákvæðar viðtökur að sveitin ákvað að gefa það út hið eins fljótt og kostur gafst.

The Telepathetics hafa nú lokið upptökum á 10 lögum fyrir væntanlega plötu en búist er við að hún komi ekki út fyrr í fyrsta lagi um jólin en fyrr getur sveitin ekki fylgt útgáfunni eftir. Mun það vera sökum þess að annar söngvari hljómsveitarinnar er í mastersnámi í Danmörku að læra geimflaugaverkfræði en meðlimir sveitarinnar grínast með að slík þekking muni eflaust koma sér vel bjóðist þeim einhverntímann að spila á tunglinu.

“What We Are” verður fáanlegt á síðu The Telepathetics á gogoyoko eftir helgi og hvetur Rjóminn lesendur sína endilega til að fjárfesta í eintaki þar sem lagið er, eins og annað efni frá sveitinni, sjálf útgefið og fjármagnað úr vasa hljómsveitarmeðlima.

The Telepathetics – What We Are

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply