• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Backyard og Bíó Paradís

Þetta er fyrir þessa fjóra sem ekki voru búnir að sjá treilerinn úr heimildarmyndinni Backyard sem kemur út 15.september. Hún virðist vera mikil stuðmynd og er fyrsta kvikmyndin um íslenska tónlist í langan tíma sem ekki er að drukkna í náttúruslefi. Fram koma Hjaltalín, FM Belfast, Retro Stefsson, Sin Fang Bous, Borko, Reykjavík! og einhverjir fleiri. Myndin verður opnunarmynd kvikmyndahússins Bíó Paradís, sem opnar í húsi Regnbogans. Lifi miðbærinn!

Leave a Reply