Melchior – <1980

Þann 1. september gefur hljómsveitin Melchior út tvöfalda hljómdiskinn <1980. Um er að ræða endurútgáfu á vínilplötunum Silfurgrænu ilmvatni og Balapoppi, en öll lög þeirra platna voru tekin upp fyrir árið 1980. Sérstaklega má minnast lagsins Alan, sem naut verulegra vinsælda. Þá mun hljómsveitin halda útgáfutónleika á Café Rósenberg, 2. september, 2010, þar sem lög af plötunum verða leikin.

Hljómsveitin Melchior er skipuð þeim Hilmari Oddssyni, Hróðmari I Sigurbjörnssyni og Karli Roth, en þeir félagar syngja og leika á gítara og hljómborð. Gunnar Hrafnsson leikur á bassa og Steingrímur Guðmundsson á trommur. Kristín Jóhannsdóttir er söngkona sveitarinnar.

Á tónleikunum á fimmtudaginn leika með sveitinni Margrét Kristjánsdóttir fiðluleikari, Ari Hróðmarsson á básúnu og Ragnhildur Gunnarsdóttir á trompett.

Sérstakur gestur á tónleikunum verður Helga Möller, en þess má til gamans geta að Helga kom fyrst fram á hljómplötu með hljómsveitinni Melchior, þá sextán ára gömul.

Melchior – Alan

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

One response to “Melchior – <1980”

  1. markemerle says:

    I bought the CD, a week ago in Iceland, during a 10days fantastic stay in Iceland. Could someone translate the song “Alan” for my choral? and if possible also the music?
    it would be fantastic
    many thanks

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.