Gagnvirk Arcade Fire

Kanadísku indíhetjurnar í Arcade Fire sitja ekki auðum höndum þessa dagana. Bandið á fullt í fangi með að fylgja eftir sinni stórgóðu The Suburbs, fyrst í Bandaríkjunum og Kanada, en svo á meginlandi Evrópu og Bretlandi. Nú dögunum leit svo dagsins ljós gangvirk kvikmynd, eða tónlistarmyndband öllu heldur, við lagið ‘We Used to Wait’. Myndin, sem ber nafnið The Wilderness Downtown, er hægt að horfa á hér. Notendur verða þó að hafa Google Chrome vafrarann uppsettann á tölvunni til að geta notið myndar og hljóðs.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.