• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Nýtt erlendis úr öllum áttum

Byrjum þessa yfirferð á plötusnúðaparinu The Hood Internet, sem samanstendur af þeim Aaron Brink og Steve Reidell, en remix þeirra og samgrautun laga eru farin að njóta talsverða vinsælda i ákveðnum kreðsum. Þykja þeir minna á bútasaumsfyrirbærið Girl Talk en þó með mikið fágaðari og danshæfari nálgun og meiri áherslu á hip-hop. Meðfylgjandi eru þrjú mix þar sem lög nokkura af góðvinum Rjómans fá létta andlitslyftingu.

The Hood Internet – Shoeing Horses in 1901 (Phoenix x Why?)


The Hood Internet – Giving Up The Sunshowers (M.I.A. x Vampire Weekend)

The Hood Internet – Simple X-plosion (Diverse x Andrew Bird)

Adebisi Shank – International Dreambeat
Ótrúlega litríkt og upphefjandi hetjurokk sem fangar mann við fyrstu hlustun. Lagið er af plötu sveitarinnar sem nefnist einfaldlega This Is The Second Album Of A Band Called Adebisi Shank.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

El-P – Meanstreak in 3 parts
Frammúrstefnulegt hip-hop frá Brooklyn plötusnúðnum EL-P. Tekið af pötunni Weareallgoingtoburninhellmegamixxx3.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

PVT – The Quick Mile
Tekið af nýjustu plötu PVT (sem áður hétu Pivot) og heitir Church With No Magic.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Juliette Commagere – Impact
Ljúfur poppsmellur frá þessari ágætu söngkonu sem áður vann með böndum eins Puscifier og Avenged Sevenfold.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Beats Antique – Les Enfants Perdus
Nýmóðins trip-hop með afrískum og austurlenskum áhrifum. Lagið var gefið út sérstaklega til styrktar börnum á Haítí.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lotus Feet – Early Bird
Fullkomið ný-sækedelískt heimatilbúið popp. Tekið af plötunni Animals In The Attic sem nálgast má til niðurhals frítt og löglega hér.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Pop Winds – Feel It
Tilraunakennt pop í anda Animal Collective. Tekið af plötunni The Turquoise.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply