• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ný plata með Hairdoctor

  • Birt: 10/09/2010
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Rafdúettinn Hairdoctor hefur gefið plötuna Wish you were hair en þetta er það fyrsta sem heyrist frá doctornum síðan þeir gáfu út frumburðinn Shampoo árið 2005. Platan var tekin upp í Reykjavík og Brooklyn í New York árið 2008.

Hairdoctor er gæluverkefni félagana Árna Rúnars Hlöðverssonar og Jóns Atla Helgasonar en þeir hafa brallað ýmislegt á tónlistarsviðinu á síðustu misserum. Jón Atli var m.a. í hljómsveitinni Fídel, er meðal vinsælli skífuþeyturum landans sem DJ Sexy Lazer , meðlimur HumanWoman, hársnyrtir, hefur fengist við kvikmyndagerð og ýmsa tónlistaratburði með samstarfsmönnum sínum hjá Jóni Jónssyni ehf. svo eitthvað sé nefnt.

Árni Rúnar er þekktur undir viðurnefninu Árni Plúseinn en hann er aðalsprautan í FM Belfast, Hungry and the burger, hefur fengist við upptökur á tónlist Retro Stefson og er vinsæll endurhljóðblandari á efni annarra. Svo fátt eitt sé nefnt.

Wish you were hair kemur út hjá grasrótarútgáfunni Brak-hljómplötum, sem er undir hatti Kimi Records, og er þetta 16. útgáfa Braks og sú fyrsta eftir sumarfrí Bobba Braks, andarinnar sem ræður öllu í herbúðum Braks.

Hairdoctor – Dagur Eitt

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply