noise gefa út Divided

Í dag, 13.september, kemur út þriðja breiðskífa íslensku rokksveitarinnar noise. Fjögur ár eru nú liðin frá útgáfu annarrar breiðskífu sveitarinnar, Wicked og lítur nú dagsins ljós platan Divided.

Platan var tekin upp í Tankinum undir stjórn Önundar Pálssonar á sumarmánuðum 2008 en Jolyon Thomas fíngerði hina og þessa hluti fyrir sveitina í London stuttu síðar.
Platan er gefin út af hljómsveitinni sjálfri en bræðurnir og forsprakkar sveitarinnar Einar Vilberg og Stefán Vilberg eru titlaðir pródúsentar plötunnar. Lagið Stab In The Dark er fyrsta smáskífa plötunnar en myndabandi við lagið var smellt á netið um helgina og má skoða hér að neðan. Þar sést skarta nýjum meðlimum sveitarinnar, þeim Agli Erni Rafnssyni og Arnari Grétarssyni sem rokkunnendur ættu að kannast við úr hljómsveitinni Sign. Myndbandið vann sveitin með fyrirtækinu Localice.

Hægt er að nálgast plötuna í öllum plötuverslunum landsins og að sjálfsögðu hjá vinum okkar hjá gogoyoko.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.