Lára Rúnarsdóttir, Lifun og Klassart á Faktorý

Lára Rúnarsdóttir, Lifun og Klassart ætla að halda tónleika á Faktorý fimmtudagskvöldið 16. september. Efri hæðin opnar kl. 21:00 en tónleikar hefjast stundvíslega kl. 22:00. Aðgangseyrir er 1000 kr.

Lára Rúnarsdóttir er ung tónlistarkona sem hefur gefið út þrjár plötur. Sú fyrsta kom út árið 2003 hjá útgáfufyrirtækinu Geimsteinn og bar nafnið Standing Still. Árið 2006 kom platan Þögn út undir merkjum Senu. Þriðja plata Láru kom út á síðasta ári hjá Record Records og heitir Surprise. Platan hefur hlotið góða dóma og fjöldi laga af plötunni hafa skorað hátt á íslenskum vinsældarlistum.

Lára – In between

Lifun var stofnuð í byrjun árs 2008 og núna á næstu dögum er von á fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar, Fögur fyrirheit. Áður hefur Lifun sent frá sér lögin “Hörku djöfuls fanta ást” og “Fögur fyrirhei”t en núna heyrist lagið “Ein stök ást” á öldum ljósvakans. Nýlega tók Margrét Rúnarsdóttir systir Láru Rúnarsdóttur við kyndlinum sem aðalsöngkona hljómsveitarinnar en þær tvær deila með sér lögunum á plötunni.

Lifun – Ein Stök Ást

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Systkinahljómsveitin Klassart gaf út sína aðra breiðskífu á dögunum, Bréf frá París, og á henni má finna “Gamla grafreitinn” sem er vinsælasta lag landsins um þessar mundir. Flest lögin á plötunni eru eftir Smára Klára gítarleikara sveitarinnar og flestir textar eftir Fríðu Dís söngkonu. Þriðja systkinið er Pálmar sem plokkar bassann. Aðrir textar á plötunni eru til dæmis eftir Braga Valdimar Skúlason og Vigdísi Grímsdóttir. Systkinin hafa loksins komið sér upp tónleikabandi sem þau spila með til að fylgja eftir plötunni.

Klassart – Örlagablús

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.